top of page

Róbert Steinar Aðalsteinsson

Grafísk miðlun er góður staður til að byrja ef þitt áhugasvið liggur í hönnun. Ef þú ert eins og ég og hefur lítinn bakgrunn í Adobe forritin þá er grafísk miðlun frábær staður til að byrja í. Ég er stoltur að hafa klárað grafíska miðlun og einnig er það heiður að hafa kynnst virkilega skemmtilegu fólki og kennurum.

Um mig

About

Um mig

Ég var skírður Róbert Steinar Aðalsteinsson árið 1996. Ég deili fæðingardegi með Jason Statham og Söndru Bullock, nánar tiltekið 26. júlí. Dóri Gylfa er minn uppáhalds leikari en við félagarnir höfum það sameiginlegt að vera álíka hæfileikaríkir í djögli, einnig kallað gripl. Samkvæmt heimildarsíðunni Wikipedia er djögl skilgreint sem "hvers konar handfjötlun hluta sem krefst færni." Dæmi um djögl er sú list að halda þremur eða fleiri boltum á lofti þannig minnst einn sé ávallt í loftinu.“ Ég hóf nám 2018 í Upplýsingatækni-skólanum. Sjálfur var ég ekki alveg viss hvað ég var að fara út í við skráningu til náms í grafískri miðlun en ég vissi þó að ég væri á réttri braut, þar sem áhugi minn liggur í hönnun almennt.

bottom of page